Strákurinn heitir Úlfur

Kylie Jenner og Travis Scott.
Kylie Jenner og Travis Scott. mbl.is/AFP

Stjörnuparið Kylie Jenner og Travis Scott eru búin að nefna son sinn sem kom í heiminn í byrjun febrúar. Sonurinn fékk nafnið Wolf Webster en fyrir eiga þau Jenner og Scott dótturina Stormi Webster. 

Enska orðið „wolf“ þýðir úlfur og er íslensk þýðing á nafninu Wolf því einfaldlega íslenska mannanafnið Úlfur. Jenner greindi frá nafni sonarins á Instagram um helgina en það hefur vakið töluverða athygli rétt eins og þegar parið greindi frá nafni Stormi fyrir fjórum árum. 

Börnin Stormi og Wolf bera eftirnafnið Webster en það er eftirnafn rapparans Travis Scott. Travis Scott er bara sviðsnafn rapparans sem heitir fullu nafni Jacques Bermon Webster II. 

Travis Scott og Kylie Jenner eignuðust sitt annað barn nýlega.
Travis Scott og Kylie Jenner eignuðust sitt annað barn nýlega. AFP
mbl.is