Móðir gagnrýnd fyrir fimm daga nesti

Nestið margumtalaða. Margir efast um að það bragðist vel á …
Nestið margumtalaða. Margir efast um að það bragðist vel á fimmta degi. Skjáskot/Facebook

Áströlsk móðir hefur hlotið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir að útbúa nesti fyrir börnin á sunnudegi sem endast á út alla vikuna.

Móðirin tók sig til og birti myndir af glæsilega skipulögðu nesti sem endast átti út vikuna.

Nestið inniheldur samlokur, grænmeti og ávexti og er allt snyrtilega skorið og frágengið.

„Sunnudagar eru til þess að undirbúa nestisbox fyrir alla daga komandi viku. Að gera þetta á hverjum sunnudegi hjálpar gríðarlega þar sem það er svo mikið að gera á virkum dögum hjá okkur.

Það sem flestir hins vegar benda á að maturinn geti varla haldist ferskur út vikuna og að til dæmis samlokan hljóti að verða sífellt ógirnilegri eftir því sem líður á vikuna. Móðirin segist hins vegar allt haldist vel.

Virkir í athugasemdum létu ekki sitt eftir liggja:

„Ég á svo slæmar minningar frá því þegar mamma mín var að búa til nesti fram í tímann. Samlokurnar voru orðnar ógeðslegar.“

„Ég útbý ferskt nesti á hverju kvöldi og ég á fimm börn! Þetta er ekki öruggt. Það er ekki hægt að halda þessu fersku í fimm daga.“

„Ég er matvælafræðingur og segi að þetta sé ekki í lagi.“

„Gott að þetta virkar fyrir þig. En NEI frá mér. Ég myndi ekki vilja borða fimm daga gamla samloku.“

„Frábær skipulagning hjá þér. Ég hins vegar útbý samlokur og frysti þær. Svo tek ég þær út kvöldið áður.“

mbl.is