Vetrarfrí eru hafin í grunnskólum og af því tilefni er sannkallað vetrarfjör í IKEA. Sænska verslunin tekur fjölskyldum fagnandi með skemmtilegum uppákomum og leikjum.
Villt dýr hafa sloppið úr barnadeildinni og fela sig á efri hæð verslunarinnar. Krakkar sem taka þátt í leitinni og skila inn þátttökuseðli eiga möguleika á að vinna 5.000 króna gjafakorti í IKEA. Á sjálfsafgreiðslulagernum er listasmiðja þar sem krakkar geta tekið þátt í að slá Íslandsmet í lengsta málverkinu. Allir sem taka þátt fá viðurkenningarskjal í tölvupósti og heiður að þátttöku í Íslandsmeti.
Á laugardögum og sunnudögum rúllar pönnukökuvagninn inn á veitingastaðinn og bakar krúttlegar dýrapönnukökur eftir pöntun. Allir krakkar sem mæta í vetrarfjör IKEA fá ókeypis íspinna.