Buguð á því að vera heima með Covid-smituð börn

Kelly Clarkson er heima með veik börn um þessar mundir.
Kelly Clarkson er heima með veik börn um þessar mundir. Skjáskot/YouTube

Söngkonan Kelly Clarkson grínaðist með það að vera orðin alveg buguð á því að vera með kórónuveirusmituð börn sín heima í nokkra daga. Clarkson stýrir spjallþættinum The Kelly Clarkson Show en fyrr í vikunni var hún gestkomandi í sínum eigin þætti þegar hún lét sjá sig í gegnum fjarfundabúnað.

„Ég hélt að við værum búin með þennan sóttkvíar og einangrunar pakka,“ sagði Clarkson. „Ég er svo þreytt,“ sagði hún jafnframt en klæðnaður hennar bar þessi merki. Var hún óförðuð, á náttsloppnum og með svefngrímu á hausnum þegar hún kom fram í þættinum og sötraði kaffi úr krús á milli þess sem hún reytti af sér brandarana. Fréttamiðillinn Page Six greindi frá. 

„Svo braut ég nögl. Ég er alveg búin á því,“ sagði hún og skellihló að eigin brandara. „Svona lít ég raunverulega út Ameríka. Verði ykkur að góðu,“ grínaðist hún enn frekar. 

Kelly Clarkson upplýsti um að börn hennar væru smituð af kórónuveirunni en að hún sjálf væri ósmituð, enn sem komið var. „Þetta er svo skrítið. Engu að síður reynum við að vera skynsöm og höfum þetta öruggt,“ sagði hún.

Clarkson á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Brandon Blackstock. Dóttir þeirra River er sjö ára og sonurinn Remington er fimm ára gamall. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert