Gaf sex mánaða dóttur sinni nautasteik að borða

Eliza litla er ekki að hata nautasteikina.
Eliza litla er ekki að hata nautasteikina. Skjáskot/TikTok

TikTok-notandinn Katie Harley hefur sætt mikilli gagnrýni á miðlinum vegna fæðutegundar sem hún gefur sex mánaða gömlu barni sínu að borða. Hafa margir ráðlagt henni að bregða út af vananum og segja hann geta verið ansi varasamann.  

„Sex mánaða barnið mitt elskar að fá að naga nautasteik en aðrir foreldrar gefa mér uppeldisráð sem ég bað aldrei um,“ sagði Harley á TikTok.   

Harley deildi myndskeiði af kornungri dóttur sinni smakka á nautasteik á dögunum. Sú stutta virðist vera mikil kjötunnandi en mælt er með máltíðum af öðrum toga fyrir börn á hennar aldri. Til dæmis graut eða maukuðum mat. 

Myndskeiðinu hefur fylgt holskefla af neikvæðum athugasemdum þar sem Harley er úthrópuð óhæf móðir. Harley hefur þó svarað fyrir sig og sagst hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að leyfa dóttur sinni að bragða á alls konar fæðutegundum þrátt fyrir ungan aldur. „Eliza fær að ákveða hvað henni finnst gott að borða. Hún er til dæmis sjúk í jógúrt og granatepli,“ er haft eftir Harley. 

„Þetta er alls ekki í lagi. Þetta kjöt er ekki einu sinni eldað í gegn,“ benti einn netverjinn á. „Hrátt kjöt er ekki í lagi fyrir börn,“ sagði annar en samkvæmt ráðleggingum heilsufarsstofnana eru mörg matvæli áhættusöm fyrir börn. 

Sem dæmi er ekki mælt með hráum eggjum fyrir börn, heilum hnetum, mygluostum, ógerilsneyddum ostum, hákarli, jarðhnetum og ýmsum öðrum fæðutegundum. Fréttamiðillinn Daily Star greindi frá.

@mrskatieharley people loooove giving parenting advice to people who didn’t ask #momlife #momsoftiktok #baby #babydindin ♬ Major Bag Alert (feat. Migos) - DJ Khaled
mbl.is