Meðgönguþyngdin farin

Leigh-Anne Pinnock er komin aftur í stærð 6, eða XS.
Leigh-Anne Pinnock er komin aftur í stærð 6, eða XS. Skjáskot/Instagram

Söng- og leikkonan Leigh-Anne Pinnock eignaðist tvíbura fyrir rúmlega hálfu ári síðan. Pinnock hefur veið dugleg að birta myndir af sér og fjölskyldunni á samfélagsmiðlum upp á síðkastið og hafa aðdáendur hennar verið agndofa yfir góðu líkamlegu formi hennar eftir barnsburðinn. 

Einkaþjálfari Pinnock, Aimee Victoria Long, sagði í samtali við fréttamiðilinn The Sun á dögunum að Pinnock væri ekki enn búin að fara inn í líkamsræktarstöð síðan hún varð ófrísk. 

„Hún er í betra formi núna en hún var, áður en hún varð ólétt,“ sagði Long en Pinnock æfir heima eftir líkamsræktaráætlun frá Long þar sem teygjur, handlóð og æfingamotta er allt sem þarf. 

„Hún hugar vel að líkama sínum og elskar hann. Hún talar sig aldrei niður og segir aldrei neitt neikvætt um líkama sinn,“ er haft eftir einkaþjálfaranum. „Hana langar til að vera sterk og heilbrigð og hæf fyrir börnin sín,“ sagði hún jafnframt. 

Leigh-Anne Pinnock hugaði vel að heilbrigði sínu á meðan á tvíburameðgöngunni stóð og ræktaði líkamann allt fram að fæðingardegi. Þrátt fyrir að Pinnock hafði þyngst á meðgöngutímanum, eðli málsins samkvæmt, þá hefur henni tekist að losa sig við meðgönguþyngdina og er komin í sömu fatastærð og hún var í áður en hún varð ófrísk.

mbl.is