Fyrr­ver­andi SOS barn tók heims­fræga ljós­mynd

Amul Thapa vakti heimsathygli fyrir þessa mynd.
Amul Thapa vakti heimsathygli fyrir þessa mynd. Ljósmynd/Amul Thapa

Ljósmyndarinn Amul Thapa ólst upp í SOS barna­þorp­inu í Kavre í Nepal þar sem 19 börn búa sem eiga SOS-for­eldra á Ís­landi. Thapa starfar sem blaða­ljós­mynd­ari hjá nepölsku dag­blaði og vakti ein ljós­mynd hans eft­ir jarð­skjálft­ann árið 2015 gríð­ar­lega at­hygli. Mynd­in er af ung­barni sem bjarg­að var úr rúst­um heim­il­is fjöl­skyldu barns­ins og var birt í mörg­um fjöl­miðl­um víðs­veg­ar um heim­inn. Kraftaverkadrengurinn á myndinni er nú á sjöunda ári. 

Amul var 26 ára þegar hann tók myndina en rætt var við hann um myndina, jarðskjálftann og SOS Barnaþorpin á vef SOS. 

Hvernig var að alast upp í SOS Barnaþorpinu í Kavre?

„Mér fannst ég fá ann­að tæki­færi í líf­inu. Ég missti líf­fræði­lega móð­ur mína þeg­ar ég var níu ára og átti afar erfitt upp­drátt­ar eft­ir það. SOS móð­ir mín stóð alltaf með mér, hvatti mig áfram og elsk­aði mig skil­yrð­is­laust. Hún var mann­eskj­an á bak við vel­gengni mína en hún lést fyr­ir nokkr­um árum. Orð­in henn­ar munu fylgja mér alla tíð: „Ef þú legg­ur þig 100% fram og trú­ir á sjálf­an þig, eru þér all­ir veg­ir fær­ir.“ SOS fað­ir minn og systkini stóðu einnig þétt við bak­ið á mér og gera enn þann dag í dag. Ég er afar hepp­inn að hafa eign­ast þessa góðu fjöl­skyldu og á henni margt að þakka,“ segir Thapa. 

Hvað varð til þess að þú fékkst áhuga á blaðaljósmyndun?

„Sem barn hafði ég mik­inn áhuga á íþrótt­um og oft­ar en ekki hitti ég blaða­menn á íþrót­takapp­leikj­um. Mér fannst mjög gam­an að tala við þá og fannst starf­ið þeirra áhuga­vert og ákvað í kjöl­far­ið hvað mig lang­aði að starfa við í fram­tíð­inni. Ég klár­aði BA nám í blaða­mennsku og er nú í MA námi. Með námi starfa ég sem blaða­ljós­mynd­ari á dag­blað­inu Naya Pat­rika. Mér þyk­ir svo skemmti­legt að heyra frá­sagn­ir fólks og held að besta leið­in til að deila sög­um þeirra sé með ljós­mynd­un.“

Amul Thapa ólst upp í SOS barnaþorpi.
Amul Thapa ólst upp í SOS barnaþorpi. Ljósmynd/Laxmi Ngakhusi / SOS Barnaþorpin

Hvar varstu þegar jarðskjálftinn reið yfir í Nepal?

„Ég var að vinna. Skrif­stof­an er stað­sett á þriðju hæð í sjö hæða húsi. Bygg­ing­in hrist­ist mik­ið og ég skreið und­ir borð. Til allr­ar lukku hélt hús­ið og ég komst út þeg­ar skjálft­an­um lauk. Þeg­ar ég var kom­inn út á götu blöstu við mér hús­a­rúst­ir og lík á göt­un­um. Ég tók nokkr­ar mynd­ir en reyndi eins og ég gat að að­stoða þá sem þurftu.“

Myndin sem þú tókst af ungabarninu, sem bjargað var úr rústunum, var birt um allan heim. Geturðu sagt okkur frá augnablikinu?

„Þetta var morg­un­inn eft­ir jarð­skjálft­ann. Ég sá nokkra her­menn vera að grafa ofan í rúst­ir og fór til þeirra til að að­stoða. Þá heyrði ég barns­grát­inn. Við viss­um að barn­ið væri þarna und­ir, en höfð­um ekki hug­mynd um hvar eða hvernig við ætt­um að ná því. Ég stopp­aði alla um­ferð ná­lægt og bað fólk um að halda sig fjarri til að við gæt­um greint hljóð­ið bet­ur og hvað­an það kæmi. Að lok­um fannst barn­ið en þá hafði það leg­ið í rúst­un­um í yfir fimm klukku­tíma. Ég tók upp mynda­vél­ina og náði þessu magn­aða augna­bliki þeg­ar að því er lyft upp. Stuttu síð­ar sam­ein­að­ist barn­ið móð­ur sinni og það var einnig afar áhrifa­ríkt augna­blik.“

Kraftaverkadrengurinn

Barn­ið sem bjarg­að­ist er dreng­ur að nafni Son­ish Awal sem er nú á sjö­unda ald­ursári. Hann geng­ur und­ir nafn­inu Krafta­verka­dreng­ur­inn enda lifði hann af að vera fast­ur und­ir hús­a­rúst­un­um í 22 klukku­stund­ir. Hús fjöl­skyld­unn­ar eyði­lagð­ist og hef­ur enn ekki ver­ið end­ur­byggt.

Son­ish býr ásamt for­eldr­um sín­um og stóru syst­ur í her­bergi og dreng­ur­inn spyr ít­rek­að hvenær hús­ið þeirra verð­ur end­ur­byggt. For­eldr­ar hans hafa ekk­ert svar við því þar sem þau eru efna­lít­il og tekj­ur fjöl­skyld­unn­ar hafa dreg­ist sam­an í heims­far­aldr­in­um.

Hér má sjá um­fjöll­un Nepali Times um Son­ish of fjöl­skyldu hans og einnig í þessu sjón­varps­innslagi.


 

mbl.is