„Lata“ mamman gefur góð ráð

Constance Hall á sex börn og reynir hvað hún getur …
Constance Hall á sex börn og reynir hvað hún getur til að einfalda lífið. Skjáskot/Instagram

Constance Hall er ástralskur mömmubloggari sem á sex börn. Hún er dugleg við að gefa góð ráð um hvernig á að auðvelda sér mömmulífið. Margir hafa sakað hana um leti.

Margir hafa kallað hana lata en hún segir gagnrýnendum að prófa að ala upp sex börn. Margt breytist við það. „Fólk er að blekkja sig haldi það að það sé hægt að gefa sex börnum sömu athygli og maður gefur einu. Þetta snýst um að gefa lítið fyrir það sem skiptir litlu máli til þess að búa til tíma fyrir það sem mestu máli skiptir,“ segir Hall.

„Það er verst að þurfa alltaf að vera að vaska upp. Ég segi þeim bara að taka matinn með höndunum,“ segir Hall sem sleppir öllum diskum, reiðir fram matinn á stóru fati og segir börnunum að fá sér með höndunum. Þá mælir hún einnig með því að borða úti t.d. í lautarferð. 

Þá segist Hall baða börnin þrisvar í viku. „Það er óþarfi að baða börn á hverjum degi. 

Þvottur er almennt hvimleiðasta húsverkið hjá barnmörgum fjölskyldum og á Hall ráð við því. Hún mælir með að kaupa sérstakar fötur merktar börnunum og setja hreinu fötin þeirra í þær. Ef börnin vilja hafa fötin samanbrotin, þá geta þau gert það sjálf.

Hall segir það einnig mikilvægt fyrir foreldra að geta stimplað sig út úr vinnunni. Eftir klukkan 19:30 er hún hætt störfum, þá þurfa börnin að bjarga sér sem mest sjálf. 

„Ég er ekki mamma ykkar núna. Ég er ekki þrællinn ykkar. Nú er ég bara kona sem skeindi rassa fyrir klukkutíma en er núna að spjalla við vinkonu í síma yfir rauðvínsglasi.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert