Spennt að verða stóra systir

Lyla dóttir þeirra Katherine Schwarzenegger og Chris Pratt er spennt …
Lyla dóttir þeirra Katherine Schwarzenegger og Chris Pratt er spennt að verða stóra systir. AFP

Hin eins og hálfs árs gamla Lyla, dóttir Katherine Schwarzenegger og leikarans Chris Pratt, er orðin gríðarlega spennt fyrir því að verða stóra systir. Móðir hennar sýndi frá því hvernig allar dúkkurnar hennar væru nú komnar með bleyjur. 

„Það nýjasta í eigu dóttur minnar sem ég hef fundið um allt hús. Allar dúkkurnar og bangsarnir eru með bleyjur og plástra. Litla stelpan mín er í hreiðurgerð,“ skrifaði Schwarzenegger við mynd af bókkum með bleyjur. 

Schwarzenegger gengur nú með sitt annað barn, en litla systkinið er væntanlegt í heiminn nú í vor. 

mbl.is