Ferming að hætti Simma Vill

Sigmar Vilhjálmsson telur nýjan málsvara nauðsynlegan.
Sigmar Vilhjálmsson telur nýjan málsvara nauðsynlegan. mbl.is/Hallur

Ef þú vilt létta þér lífið þá er sniðugt að panta mat frá Flavor. Um er að ræða „streetfood“ sem er vinsæll hjá fólki á fermingaraldri og upp úr. Sigmar Vilhjálmsson eigandi Flavor segir að réttirnir séu sérhannaðir fyrir veislur. 

Hvern dreymir ekki um litla borgara, taco með andafyllingu, kjúklingafyllingu eða blómkáli? Nú eða kjúklingavængi, svínarif eða þristamús? Sigmar segir að þetta séu einir af fáum veisluréttum sem eru góðir þótt þeir séu búnir að standa lengi á borði.

„Flavor-fermingarveislur eru veislur til að samfagna fermingarbarninu og þeim áfanga að fermingarbarnið hefur verið tekið í fullorðinna manna tölu. Veislur eru margs konar, en oftar en ekki taka veitingarnar mið af smekk fermingarbarnsins. Á sama tíma er gaman að gera veisluna töff, öðruvísi og bragðgóða. Á Flavor eru veislubakkarnir fjölbreyttir smáréttir sem höfða til alls aldurs. Þeir sóma sér vel beint á veisluborðið og auðvelt er að setja þessa rétti á aðra diska. Helsti kosturinn við veislubakka Flavor er að þeir eldast mjög vel. Þannig að hægt er að sækja þá og þeir smakkast verulega vel tveimur til þremur tímum eftir eldun. Það allra besta við þessa bakka er verðið, enda ansi dýrt að ferma í dag,“ segir Sigmar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert