Elísabet og Sindri gáfu syninum nafn

Elísabet og Sindri gáfu syni sínum nafn um helgina.
Elísabet og Sindri gáfu syni sínum nafn um helgina. Skjáskot/instagram

Tónlistarkonan Elísabet Ormslev og hljóðhönnuðurinn Sindri Þór Kárason gafu syni sínum nafn um helgina. Litli strákurinn fékk nafnið Bjartur Þór Ormslev Sindrason. 

Bjartur litli er fyrsta barn foreldra sinna en hann kom í heiminn hinn 11. desember á síðasta ári. Elísabet og Sindri fundu hvort annað árið 2020 en Elísabet tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins sama ár.

Parið hafði úr nægum ættarnöfnum að velja þegar þau gáfu Bjarti litla nafn líkt og Elísabet grínaðist með þegar hún greindi frá því að þau ættu von á barni í maí á síðasta ári. „Lítið krútt vænt­an­legt í des­em­ber. Hvaða ætt­ar­nafn verður fyr­ir val­inu kem­ur í ljós síðar en Michel­sen, Orms­lev, Möller, Peter­sen eða Knudsen koma til greina,“ skrif­aði hún á sínum tíma. Parið hefur þó látið Ormslev-nafnið duga í bili. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert