Sinnir föðurhlutverkinu samhliða vinnunni

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP

Leikarinn Alec Baldwin hefur heldur betur átt barnaláni að fagna en hann og eiginkona hans, leikkonan Hilaria Baldwin, sögðu frá því á dögunum að þau ættu von á sínu sjöunda barni. Mikið hefur dunið á fjölskyldunni síðustu mánuði en gleðifréttirnar um frekari barneignir hjónanna hafa sett svip á komandi tíma. 

Fyrr í vikunni sást til Alecs þar sem hann keyrði tveimur yngstu börnum sínum um götur New York-borgar í tvíburakerru. Er hann sagður hafa verið nýkominn heim frá Ítalíu þar sem hann var við tökur á tveimur kvikmyndum sem væntanlegar eru bíóhús fyrir næstu jól. Samkvæmt frétt frá Daily Mail er þetta hans fyrsta atvinnuverkefni eftir að hann hleypti af voðaskoti úr leikmunabyssu sem varð samstarfskonu hans að bana í október á síðasta ári.  

Barneignir eru oftar en ekki uppspretta hamingjunnar hjá foreldrum en það að eignast barn, hvað þá sjö stykki, getur reynst þeim krefjandi verkefni. Nú þegar Hilaria er ófrísk af sjöunda barni þeirra hjóna kann að reyna örlítið meira á heimilisfaðirinn. Barnaskarinn er á breiðu aldursbili og er því á nógu að taka fyrir foreldrana. Virðist Alec aldeilis vera viðbúinn því og reynir hann að sinna börnum sínum og eiginkonu jafnt og þétt samhliða nýjum atvinnutilboðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert