Katla fæddi soninn heima á baðherbergisgólfinu

Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson tóku á móti syni …
Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson tóku á móti syni sínum heima á baðherbergisgólfinu.

Katla Hreiðarsdóttir, fata­hönnuður og eig­andi versl­un­ar­inn­ar Syst­ur og mak­ar, og eiginmaður hennar Haukur Unnar Þorkelsson eignuðust sitt annað barn í gær. Í heiminn kom lítill drengur og fæddist hann á baðherbergisgólfinu heima. 

Fyrir eiga Katla og Haukur soninn Úlf Hreiðar, en hann er um 17 mánuðum eldri en litli bróðir sinn. 

Katla greinir frá fæðingu sonar síns á Instagram í dag en þau höfðu ákveðið að láta reyna á heimafæðingu. Hún lýsir því hvernig hún hafi byrjað að fá verki heima á þriðjudaginn en hún var þá gengin sex daga fram yfir venjulega meðgöngu. Ljósmóðir hreyfði við belgnum hjá henni þann dag. 

„Þegar Kristbjörg kom létum við renna í laugina og ég var komin í hana eitthvað fyrir 17:00.. mér leið guðdómlega vel, birtan hér heima algjörlega himnesk og ég fer í fulla útvíkkun í algjörri slökun og rólegheitum. Þá fann ég að ég vildi reyna við heimafæðinguna og ekki fara á spítalann nema nauðsynlegt teldist svo við héldum bara okkar stefnu. Ég sprengi belginn í einni hríðinni í lauginni en við fundum að ég hefði ekki alveg kraftinn í að koma honum í heiminn þar svo við færðum okkur inn á bað. Þar mætti hann í heiminn aðeins seinna eftir að ég hafði hangið utan á Hauki og við gerðum þetta saman,“ skrifar Katla. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert