Katla og Haukur gáfu syninum nafn

Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson gáfu syni sínum nafnið …
Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson gáfu syni sínum nafnið Össur Ingi Hauksson.

Fatahönnuðurinn Katla Hreiðarsdóttir og eiginmaður hennar Haukur Unnar Þorkelsson opinberuðu nafn sonar síns á Instagram um helgina. Eins og Kötlu einni er lagið gerði hún skemmtilegan nafnaleik á Instagram og tilkynntu svo nafnið í beinni útsendingu á Instagram-síðu verslunar hennar, Systur og makar. 

Litli drengurinn kom í heiminn á miðvikudaginn í síðustu viku og hefur hann nú fengið nafnið Össur Ingi Hauksson. Katla fæddi son sinn heima en þetta er annað barn þeirra Kötlu og Hauks.

„Mig dreymdi nafnið Össur fyrir tæplega 2 mánuðum síðan án þess að vita hvaða kyn væri á leiðinni og þykir okkur það passa ferlega vel við nafnið hans Úlfs. Svo er Inga nafnið í höfuðið á afa hans og ömmu en pabbi Hauks heitir Þorkell Ingi og kona hans Gunnhildur Inga,“ skrifar Katla á Instagram en eldri sonur þeirra heitir Úlfur Hreiðar.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is