Milla og Einar eignuðust lítinn hrút

Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson.
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Milla Magnúsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík eignuðust dreng á dögunum. 

Sonurinn kom í heiminn 3. apríl og var 16 merkur þegar hann mætti. Hann er því í hrútsmerkinu sem er afar gott stjörnumerki. Hrútar eru drífandi og fylgnir sér og láta engan segja sér fyrir verkum. 

„Bæði móður og barni heilsast vel og mikil hamingja á heimilinu. Systurnar Auður og Soffía taka stóru-systur hlutverkinu mjög alvarlega og slást um að fá að halda á. Minna er slegist um að skipta á kúkableyjum og fellur það hlutverk aðallega föður í hlut. Ég á engin orð til að lýsa aðdáun og ást minni á Millu Ósk í móðurhlutverkinu,“ segir Einar á facebook síðu sinni. 

Barnavefurinn óskar þeim hjartanlega til hamingju með soninn! 

mbl.is