Langar til að eignast tvíbura

Paris Hilton og Carter Reum langar í tvíbura.
Paris Hilton og Carter Reum langar í tvíbura. AFP

Hótelerfingjann Paris Hilton og eiginmann hennar Carter Reum langar til að eignast tvíbura saman. Hilton segir þau Reum hafa strax byrjað að tala um barneignir og þau séu algjörlega á sömu blaðsíðu. 

„Ég elska að vera gift. Mér líður bara eins og ég hafi loksins fundið hinn fullkomna maka og finnst ég örugg. Ég er loksins komin með heimili og hlakka svo til að stofna fjölskyldu og eignast börn,“ sagði Hilton í spjalli við systurnar Nikki og Brie Bella sem halda úti hlaðvarpsþáttunum The Bellas. 

Hilton sagði að þau langaði verulega til að eignast tvíbura, og að minnsta kosti þrjú til fjögur börn alls. „Mig langar í strák og stelpu, bara til að fá bæði, en hvað sem er getur gerst. En ég myndi elska það, eða tvíburastelpur því ég elska stelpur,“ sagði Hilton. 

Hilton og Reum gengu í hjónaband í nóvember síðastliðnum.

mbl.is