Dóttir Pöttru og Theó­dórs komin með nafn

Pattra og Theódór Elmar eiga tvö börn.
Pattra og Theódór Elmar eiga tvö börn.

Tísku­blogg­ar­inn Pattra Sriyanonge og fót­boltamaður­inn Theó­dór Elm­ar Bjarna­son eru búin að gefa dóttur sinni nafn. Stúlkan fékk nafnið Aurora Thea og tók öll fjölskyldan þátt í að ákveða nafnið. Fyrir eiga þau soninn Atlas Aron. 

„Hún hefur verið Thea litla okkar frá fæðingu en stóri bróðir tók endanlega ákvörðun að hún skuli heita Aurora Thea og er hann nú þegar búinn að segja öllum frá því sem vilja heyra,“ skrifar Pattra á Instagram. Hún segir jafnframt að dóttirin elski baðferðir og að vera á ferð og flugi. 

Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju með nafnið!

View this post on Instagram

A post shared by Pattra S (@trendpattra)

mbl.is