Fjölskyldan í hættu þegar pabbi er ekki heima

Kanye West.
Kanye West. AFP

Fjöllistamaðurinn Kanye West gaf út lagið Dreamin Of The Past á dögunum ásamt ameríska rapparanum Pusha T. Í laginu rappar West um góða tíma sem nú tilheyra fortíðinni; þá tíma sem hann og athafnakonan Kim Kardashian áttu saman með börnum sínum.

West virðist vera þjáður af fortíðarþrá og löngun til að sameina fjölskylduna aftur en miklar sviptingar hafa verið í kringum skilnaðinn og uppeldismál barnanna. Í texta lagsins Dreamin Of The Past kemur fram setning sem stingur í stúf þar sem West rappar um óöruggt heimilishald þar sem feður eru fjarri. 

„Fæddur í jötu, sonur ókunnugs manns. Þegar pabbi er ekki heima er fjölskyldan í hættu,“ segir í textanum. Þessi setning samrýmist þeirri atburðarrás sem greip um sig í kjölfar skilnaðarins. Fréttamiðillinn Page Six greindi frá.

Kanye West hefur áður lýst yfir óánægju sinni með ástarsamband fyrrverandi eiginkonu sinnar við grínistann Pete Davidson. Vill hann ekki sjá að Davidson komi nálægt uppeldi barna sinna fjögurra, North, Saint, Chicago og Psalm, sem hann á með Kardashian. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert