Áslaug á von á barni 54 ára

Áslaug Magnúsdóttir.
Áslaug Magnúsdóttir.

Íslenski fumkvöðullinn og kaupsýslukonan, Áslaug Magnúsdóttir, og unnusti hennar, Sacha Tu­eni sem er austurrískur frumkvöðull, eiga von á barni. Áslaug er 54 ára gömul og gengur með dreng. 

Parið hnaut um hvort annað fyrir nokkrum árum en fyrir á Áslaug fullorðinn son. Hún hefur búið að mestu leiti erlendis síðustu tvo áratugi en síðustu ár hefur hún verið áberandi í íslenskum fjölmiðlum. Þau dvöldu mikið á Íslandi á meðan veiran geisaði enda allt mun frjálsara hérlendis en í Ameríku. 

Fyrir um tveimur árum stofnaði Áslaug tískufyrirtækið Katla sem sérhæfir sig í „slow fashion“ og er með umhverfissjónarmið í forgrunni. Hún hefur líka verið í ýmiskonar fjárfestingarverkefnum hérlendis. Árið 2020 var Áslaug heimsótt í þættinum Heimilislífi en hún á einstaka íbúð miðsvæðis í Reykjavík. 

Parið hefur einnig verið í fréttum vegna viðskipta hérlendis en á síðasta ári greindi mbl.is frá því að þau hefðu keypt Svefneyjar í Breiðafirði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert