Öll börnin í stíl í fermingunni

Fjölskyldan á fermingardegi Kristjáns prins. Stelpurnar í ljósu en strákarnir …
Fjölskyldan á fermingardegi Kristjáns prins. Stelpurnar í ljósu en strákarnir í dökkbláum jakkafötum. Skjáskot/Instagram

Þegar Kristján fermdist á síðasta ári sáu Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa til þess að öll börnin voru klædd í stíl. Nú er komið að dóttur þeirra Ísabellu að fermast og það verður spennandi að sjá hvernig fjölskyldan verður stílíseruð að þessu sinni.

Fjölskyldan hefur löngum þótt hin glæsilegasta þegar kemur að fatavali og þótti það einstaklega smekklegt í fermingu frumburðarins og eflaust gefur foreldrum hugmyndir um hvernig hægt er að færa fermingarveisluna á næsta stig hvað glæsileik varðar.

Dökkblái liturinn var ráðandi. Allir karlkynsmeðlimir fjölskyldunnar voru í dökkbláum jakkafötum og í ljósbláum skyrtum við. Mary krónprinsessa var í dökkbláum kjól með hvítum doppum sem var í stíl við doppótta pils yngri dótturinnar. Þá var eldri dóttirin í smart kremlitaðri dragt með ljósblárri blússu við. 

Foreldrarnir í stíl við fermingardrenginn. Allir í dökkbláu.
Foreldrarnir í stíl við fermingardrenginn. Allir í dökkbláu. Skjáskot/Instagram
Drottningin á hins vegar alltaf að skera sig úr. Hún …
Drottningin á hins vegar alltaf að skera sig úr. Hún lýtur eigin reglum enda drottning. Hér er hún í hárauðri dragt. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert