Á von á barni með leynikærustinni

Post Malone
Post Malone AFP/ Noam Galai

Tónlistamaðurinn Post Malone greinir frá því að hann og kærastan hans eigi von á sínu fyrsta barni saman. Verðandi barnsmóðir Malone er sögð vera venjuleg stelpa sem kýs það að vera ekki í sviðsljósinu.

Malone greinir frá gleðifréttunum í viðtali á vef TMZ. Hann segist vera spenntur fyrir komandi tímum og að hann muni ekki eftir því hvenær hann hafi verið svona hamingjusamur síðast. „Það er komin tími til að hugsa um líkama minn, fjölskyldu, vini og dreyfa eins mikilli ást og mögulegt er,“ sagði Malone. 

Lítið er vitað um kærustuna en henni hefur tekist að halda sér frá sviðsljósinu. Líklegt þykir að kærastan hans sé æsku ástin hans, Ashley Diaz. 

mbl.is