Segir tengdasoninn frábæran uppalanda

Kris Jenner.
Kris Jenner. AFP

Kris Jenner, höfuð Kardashian-fjölskyldunnar, heiðraði tengdason sinn, rapparann Travis Scott, á Instagram um liðna helgi í tilefni af afmælisdegi hans.

Jenner deildi áður óséðu myndefni af Scott í faðmi tengdafjölskyldu sinnar ásamt því að tileinka honum vel valin orð. „Þú ert svo frábær og ótrúlega góður pabbi. Það er svo gaman og mikil blessun að fá að fylgjast með þér að ala upp börnin þín,“ skrifaði hún við afmæliskveðjuna og sæmdi hann góðum titli í föðurhlutverkinu. 

Rapparinn Travis Scott og snyrtivörumógúllinn Kylie Jenner eiga saman dótturina Stormi sem er fjögurra ára og lítinn nafnlausan dreng sem kom í heiminn fyrir þremur mánuðum síðan. 

Mikið hefur gengið á í ástarsambandi þeirra á undanförnum árum en á tímabili flosnaði upp úr sambandi ofurparsins vegna orðróms um framhjáhald af hálfu Scotts. Parið gerði því hlé á sambandi sínu sem stóð þó ekki lengi yfir. 

Tengdamamma Scotts virðist ekki erfa sögusagnirnar við hann og sagðist vera stolt af honum. Fréttamiðillinn Ok Magazine greindi frá.

„Ég er svo stolt af þér og óska að þú eigir góðan dag. Takk fyrir að vera svona sérstakur partur af fjölskyldunni okkar. Ég elska þig,“ sagði hún en slík orð er ekki amalegt að fá frá tengdamömmu sinni. 

View this post on Instagram

A post shared by Kris Jenner (@krisjenner)

mbl.is