Strákur á leiðinni hjá Ingó og Alexöndru

Ingó veðurguð og Alexandra Eir eiga von á strák.
Ingó veðurguð og Alexandra Eir eiga von á strák. Ljósmynd/Mummi Lú

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, og kærasta hans Alexandra Eir Davíðsdóttir eiga von á dreng. Þau greindu frá kyni barnsins á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

Ingó greindi frá því að hann væri verðandi faðir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag þegar meiðyrðamál hans gegn Sindra Þór Sigríðarsyni var tekið fyrir.

Ingó hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið árið vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Höfðaði hann mál gegn Sindra vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum í kjölfar frétta um ásakanirnar. Hefur hann staðfastlega neitað öllum ásökunum.

Alexandra og Ingó opinberuðu samband sitt síðasta sumar.

mbl.is