Íhuga að flytja í umdeilt hús

Konunglega fjölskyldan íhugar sveitalíf
Konunglega fjölskyldan íhugar sveitalíf AFP/ Andrew Matthews

Hertogahjónin af Cambridge, Katrín og Vilhjálmur eru sögð íhuga að flytja sig um setur og vilja búa nær Windsor kastala þar sem Elísabet II Bretlandsdrottning er búsett. Þau vilja að börnin þeirra þrjú, Georg, Karlotta og Lúðvík fái möguleikann á því að alast upp í sveitaumhverfi og fái aðeins meira frelsi. Þau búa nú í Kensingtonhöll. Greint er frá þessu á DailyMail.

Húsið sem telst líklegast að verði fyrir valinu hjá fjölskyldunni er Adelaide Cottage en húsið hefur verið notað undir starfsfólk og vini fjölskyldunnar síðustu ár. Það er staðsett nálægt Windsor kastala. 

Húsið var byggt árið 1831 fyrir Adalaide drottningu af Saxe-Meiningen hún var eiginkona Vilhjálms fjórða Bretakonungs. Húsið er einnig þekkt fyrir að Viktoría drottning naut þess að borða morgunmatinn sinn í húsinu. 

Húsið er þó þekktast fyrir er að kapteinn Peter Townsend bjó þar ásamt konu sinni Rosemary Pawle og börnum þeirra, í kringum 1940. Elísabet drottning fór oft í heimsókn til að hitta Rosemary á meðan Margrét prinsessa, systir hennar, lék við börnin. Það kom svo að því að Townsend hjónin skildu. Eftir að þau skildu kom það upp opinberlega að hann hefði átti í framhjáhaldi með Margréti prinsessu. Þetta framhjáhald olli einum stærsta skandal sem konungsfjölskyldan hefur gengið í gegnum. 

Það er einnig í umræðunni að frænka Vilhjálms, Eugenie prinsessa, hafi augastað á sama húsi. Húsið var gert upp árið 2015 en sögusagnir segja að draugar framhjáhaldsins dvelji þar enn.

Vilhjálmur og Katrín ásamt börnum sínum þremur.
Vilhjálmur og Katrín ásamt börnum sínum þremur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert