Komust loks í eggheimtu

Kourtney Kardashian og Travis Barker.
Kourtney Kardashian og Travis Barker. AFP/ANGELA WEISS

Kourtney Kardashian og Travis Barker fögnuðu því í raunveruleikaþáttunum The Kardashians að þau gætu loks farið í eggheimtu. Þau hafa verið í frjósemismeðferð í þó nokkurn tíma og hafa aldrei komist á eggheimtustigið.

„Mér finnst það vera blessun að við séum hér og getum gert þetta. Við komumst aldrei þetta langt í ferlinu í síðustu tvö skiptin sem við reyndum tæknifrjóvgun,“ sagði Kardashian við Barker.

„Ég elska að vera mamma og það að upplifa foreldrahlutverkið með Travis væri ótrúlegt. Ég veit að hann er frábær faðir en það er ein af ástæðum þess að ég varð ástfangin af honum,“ sagði Kardashian.

mbl.is