Kona fæddi barn á Metallica-tónleikum

Metallica spilaði í Brasilíu á meðan áhorfandi fæddi barn.
Metallica spilaði í Brasilíu á meðan áhorfandi fæddi barn. Ljósmynd/ SERGIO MORAES

Nýbakaða móðirin Joice M Figueiró var komin 39 vikur á leið þegar hún fór á tónleika með hljómsveitinni Metallica. Hún sat á sérstöku svæði á tónleikum þegar hún byrjaði að fá hríðar og kom barnið í heiminn á tónleikunum. 

Talað er um að brasilíski nýburinn hafi átt eina mestu „rokk og ról“ innkomu allra tíma, þegar hann mætti í heiminn. Drengurinn Luan Figueró fæddist þegar lagið Enter Sandman hljómaði í Couto Pereira höllinni í Parana í Brasilíu að því fram kemur á vef SkyNews.

Þegar fæðing hófst voru aðeins þrjú lög eftir og hringt var eftir sjúkrabíl. Drengurinn var að drífa sig í heiminn og var því komin áður en sjúkrabíllinn mætti á svæðið. Móðirin grínaðist með að barnið þyrfti að heita nafninu „James Ulrich“ eftir söngvaranum James Hetfield og trommaranum Lars Ulrich. 

Barn hefur áður fæðst á tónleikum það gerðist árið 2019 þegar fæddist stelpa á tónleikum söngkonunar Pink, sú stúlka fékk nafnið Dolly Pink. 

James Hetfield og Lars Ulrich.
James Hetfield og Lars Ulrich. REUTERS/MARIO ANZUONI
mbl.is