Læknirinn kallaði hana óbyrju

Minnie Driver átti aldrei að geta átt börn.
Minnie Driver átti aldrei að geta átt börn. AFP

Minnie Driver átti aldrei að geta átt börn. Þegar hún var átján ára kallaði læknir hana óbyrju. Hún segir það hafi verið kraftaverk þegar hún varð svo óvænt ólétt 37 ára. 

Driver sem er 52 ára rifjar upp þessa lífsreynslu í hlaðvarpsþættinum The Healthy Baby Show Podcast. 

Hún komst að því að hún var ólétt þegar hún var nýhætt með þáverandi kærastanum sínum. Í fyrstu hélt hún að þetta væri flensa.

Ég var átján ára þegar læknirinn minn kallaði mig óbyrju. Þessi hræðilegi læknir óð inn í herbergið og líkti legi mínu við það hvernig klósett er u-laga og sagði að ekkert kæmist þarna í gegn. „Þú munt aldrei eignast börn,“ sagði hann. Ég trúði honum allt mitt líf,“ segir Driver.

„Þegar ég var 37 ára, vaknaði ég á nýársdag með flensuna. Ég varð mjög svekkt. Ég var nýhætt með kærastanum. Ég átti engin börn og var ekki með vinnu. Svo komst ég að því að ég var ólétt.“

„Systir mín var viss um að ég væri ólétt og mér fannst hún úti að aka. Ég er óbyrja! sagði ég. Svo varð ég ólétt og mér þótti það kraftaverki líkast. Ég hef alltaf elskað ævintýri og þetta var sannkallað ævintýri.“

Driver var 38 ára gömul þegar hún eignaðist soninn Henry og hefur alið hann upp ein.

View this post on Instagram

A post shared by Min. (@driverminnie)mbl.is