Tvíburastúlkan komin með nafn

Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez.
Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez. AFP

Knatt­spyrnukapp­inn Christiano Ronaldo og kær­asta hans, fyr­ir­sæt­an Georg­ina Rodrígu­ez, tilkynntu nafn dóttur sinnar um helgina. Stúlkan sem kom í heiminn í apríl hefur hlotið nafnið Bella Esmeralda. 

Rodrígu­ez greindi frá nafninu á Instagram og sagði jafnframt frá því að hún hefði komið í heiminn þann 18. apríl síðastliðinn. Hún birti krúttlega mynd af stúlkunni þeirra sem brosir í barnaftnaði frá tískufatamerkinu Moschino. 

Í októ­ber 2021 til­kynntu Ronaldo og Rodrígu­ez að þau ættu von á tvíburum. Í fæðingarferlinu lést tvíburabróðir hennar.

Fyrir á knattspyrnumaðurinn Cristiano yngri og tví­bur­ana Evu Mariu og Mato. Hann er tal­inn hafa eign­ast elstu þrjú börn­in með hjálp staðgöngumóður. Fjórða barnið eignaðist hann svo með nú­ver­andi kær­ustu sinni en það dótt­ir­in Al­ana Mart­ina sem er aðeins nokkrum mánuðum yngri en eldri tvíburarnir.

mbl.is