Greina frá kyni sjöunda barnsins

Hilaria Baldwin og Alec Baldwin eiga von á enn öðru …
Hilaria Baldwin og Alec Baldwin eiga von á enn öðru barninu. AFP

Leikarinn Alec og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, eiga von á dóttur. Frú Baldwin greindi frá kyni barnsins með því að birta langt myndskeið á Instagram og sagðist  vilja tilkynna kynið á annnan hátt en áður. 

Stúlkan sem frú Baldwin gengur með er sjöunda barn hjónanna og áttunda barn leikarans Alecs Baldwins. Í myndskeiðinu gáfu systkinin og foreldrarnir ófæddri systur sinni góð ráð. Að lokum báðu systkinin að heilsa systur sinni og foreldrarnir dóttur sinni. 

Alec Baldwin og Hilaria Baldwin eiga mörg börn.
Alec Baldwin og Hilaria Baldwin eiga mörg börn. AFP

Baldw­in-hjón­in eiga sam­an Carm­gen Gabrielu átta ára, Rafa­el Thom­as sem er sex ára, Leon­ar­do Ángel Char­les sem er fimm ára, Romeo Al­ej­andro Dav­id sem er þriggja ára, Edu­ar­do Pao Lucas 18 mánaða og Maríu Lucíu Victoriu sem er 13 mánaða. Hil­aria Baldw­in gekk með öll börn­in fyr­ir utan yngsta barnið sem kom í heim­inn með hjálp staðgöngumóður. Fyr­ir átti Alec Baldw­in eina dótt­ur sem er fullorðin. 

mbl.is