Leikarapar fagnar loks þungun eftir erfiði

Odette og Dave Annable.
Odette og Dave Annable. Ljósmynd/Instagram

Leikaraparið Dave og Odette Annable eiga von á sínu öðru barni. Þau eiga 6 ára dóttur, Charlie Mae. Dave og Odette hafa verið gift síðan árið 2010.

Fyrir ári síðan greindu hjónin frá því að þau hefðu misst fóstur í þriðja skiptið. 

„Þetta hefur verið langt ferðalag en við erum komin hingað og gætum ekki verið þakklátari, nýr kafli hefst,“ segir parið. 

Parið tilkynnti þetta á Instagram með því að setja fallegt myndband af dóttur þeirra þegar hún fékk að heyra fréttirnar.  

mbl.is