Á von á þriðja barninu 41 árs

Michelle Williams á von á barni í haust.
Michelle Williams á von á barni í haust. AFP

Leikkonan Michelle Williams á von á barni í haust með eiginmanni sínum, leikstjóranum Thomas Kai. Þetta er annað barn þeirra saman en þetta er þriðja barn Williams. 

„Þetta er þvílík gleði,“ sagði Williams í viðtali við Variety. „Eftir því sem árin líða veltir þú því fyrir þér hvað bíður þín og hvað ekki. Það var spennandi að uppgötva að það sem þig langar aftur og aftur var möguleiki einu sinni enn,“ sagði Williams sem verður 42 ára seinna á árinu. 

Williams og Kai gengu í hjónaband árið 2020 en sonur þeirra fæddist sama ár. Williams á einnig hina 16 ára gömlu Matildu sem hún eignðiast með leikaranum Heath Ledger heitnum. 

Michelle Williams verður bráðum þriggja barna móðir.
Michelle Williams verður bráðum þriggja barna móðir. mbl.is/AFP
mbl.is