Kendrick Lamar faðir í annað skiptið

Lamar heldur á Grammy-verðlaunum sem hann hlaut í janúar.
Lamar heldur á Grammy-verðlaunum sem hann hlaut í janúar. AFP

Tónlistarmaðurinn Kendrick Lamar gefur í skyn að hann sé orðinn tveggja barna faðir. Hann birti mynd af nýjasta plötuumslagi sínu í gær. Á myndinni heldur hann á eldra barninu sínu og sjá má unnustu hans Whitney Alford í bakgrunn halda á litlu barni. 

Lamar og Alford hafa verið saman í sjö ár, þau kynntust fyrst þegar þau voru saman í menntaskóla. Parið trúlofaði sig í apríl 2015, þau eiga saman eina dóttur en ekki hefur verið greint frá kyni nýja barnsins. 

Þegar þau eignuðust dóttur sína var einnig mikil leynd yfir meðgöngu og fæðingu hennar. Hvorki Lamar eða Alford hafa birt mynd af henni á samfélagsmiðlum fyrr en nú. Nafn stúlkunnar er ennþá hulin ráðgáta. 

mbl.is