Með ofnæmi fyrir nánast öllu eftir fæðingu

Halsey.
Halsey. AFP

Tónlistarkonan Halsey eignaðist sitt fyrsta barn í fyrrasumar. Lífið hefur ekki leikið við hana þrátt fyrir að hún sé orðin móðir. Hún hefur verið inn og út af spítala, meðal annars vegna ofnæmisviðbragða. 

„Augljóslega hefur heilsan mín breyst mjög mikið síðan ég varð ólétt og eignaðist barn,“ sagði Halsey. „Ég byrjaði að verða mjög, mjög, mjög veik.“

Halsey eignaðist soninn Ender með manninum sínum Alev Aydin í júlí. Síðan þá hefur stjarnan verið lögð nokkrum sinnum inn á spítala vegna mikilla ofnæmisviðbragða. Hún var greind með nokkra sjúkdóma í kjölfarið. „Ég er með ofnæmi fyrir nánast öllu,“ sagði Halsey á samfélagsmiðlum. Halsey.
Halsey. AFP
mbl.is