Paris Hilton fór alla leið í barnasturtunni

Systurnar Paris og Nicky Hilton í barnasturtu Nicky sem á …
Systurnar Paris og Nicky Hilton í barnasturtu Nicky sem á von á sínu þriðja barni. Ljósmynd/Instagram

Hótelerfinginn og tískumógúllinn Paris Hilton hélt barnasturtu fyrir systur sína, fatahönnuðurinn Nicky Hilton Rothschild. Rothschild og maðurinn hennar James Rothschild eiga von á sínu þriðja barni.

Þau hafa verið gift í sjö ár og eiga tvær dætur, Lily Grace Victoríu og Theodoru Marilyn. Parið á nú von á dreng og var blái liturinn allsráðandi í veislunni. Bláar blöðruskreytingar, kökur, nammi og bláir bangsar. 

Systurnar eru hótelerfingjar hótelkeðjunnar Hilton. Paris Hilton gifti sig 11. nóvember síðast liðin en hún er barnlaus. Hilton segist vilja eignast börn með eignmanni sínum Carter Reum.     

mbl.is