Bergþór og Laufey eignuðust dóttur

Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir eignuðust dóttur.
Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir eignuðust dóttur.

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks­ins og Lauf­ey Rún Ket­ils­dótt­ir starfsmaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins eignuðust barn í maí. Laufey greinir frá komu barnsins á samfélagsmiðlum sínum. 

Nýbakaða móðirin greinir frá því að lítil stúlka hafi komið í heiminn þann 9. maí. Stúlkan er fyrsta barn Laufeyjar og Bergþórs en Bergþór á eina dótt­ur úr fyrra sambandi. 

Barnavefur mbl.is óskar foreldrunum til hamingju. 

Síðustu mánuðir hafa verið spennandi hjá fjölskyldunni en í byrjun árs greindi Smartland frá því að parið hefði fest kaup á glæsilegu húsi í Arnarnesi. 

mbl.is