Ala barnið upp í dýragarði

Fjölskyldan saman í dýragarðinum.
Fjölskyldan saman í dýragarðinum. Ljósmynd/Instagram

Ástralska sjónvarpsstjarnan Bindi Irwin segist hafa verið búin að ákveða nákvæmlega hvernig hún ætlaði að ala dóttur sína upp áður en hún kom í heiminn. Eftir að hún fæddist fóru hins vegar öll plön í vaskinn og segja Irwin og eiginmaður hennar Chandler Powell að þau hafi lært mikið á fyrsta ári dóttur sinnar. 

Irwin, sem er dóttir dýralífsstjörnunnar Steve Irwins heitins, eignaðist sitt fyrsta barn, Grace Warrior, í apríl á síðasta ári. Þau fjölskyldan prýddu forsíðu People í síðustu viku. 

„Það er aragrúi af ráðum þarna úti en það er allt í lagi að finna sína eigin leið,“ sagði Irwin í viðtalinu. „Ef ég fæ hana til þess að borða grænmeti finnst mér ég vera að sigra heiminn,“ sagði Irwin.

Hún bætti við að þau væru að glíma við sérkennilegt vandamál núna, meðal annars vegna þess að þau hafa alið dóttur sína upp í dýragarði og hún því vön fólki í vinnufötum. 

„Hún verður áhyggjufull þegar hún sér fólk í öðru en dýragarðsvinnufötunum, það vinna um 400 manns í dýragarðinum og við erum eins og stór fjölskylda,“ sagði Irwin. 

View this post on Instagram

A post shared by Bindi Irwin (@bindisueirwin)

mbl.is