Anna Fríða Gísladóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá Play, og Sverrir Falur Björnsson eiga von á sínu öðru barni. Anna Fríða greindi frá þessu á Instagram í dag.
„Vanalega eru 32 ára afmælisdagar ekki tilefni til að fagna svakalega. Nema þessi dagur, fyrir viku síðan - því á þessum degi fengum við þær góðu (og ekki sjálfsögðu) fréttir að komandi fjölskyldumeðlimur væri í toppmálum eftir frekari rannsóknir,“ skrifar Anna Fríða við fallega mynd af sér.
Fyrir eiga þau Anna Fríða og Sverrir soninn Björn Helga.
Anna Fríða hóf störf hjá flugfélaginu Play í febrúar á þessu ári. Áður starfaði hún við markaðsmál hjá Bioeffect og þar á undan hjá Domino's á Íslandi.
Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!