Stormi kom með

Kylie Jenner og Travis Scott.
Kylie Jenner og Travis Scott. AFP

Rapparinn Travis Scott og snyrtivörumógúllinn Kylie Jenner mættu með fjögurra ára gamla dóttur sína, Stormi, á Billboard tónlistarverðlaunahátíðina sem fram fór um liðna helgi.

Stjörnuparið stillti sér upp á rauða dreglinum ásamt dóttur sinni, sem virtist alsæl með veru sína á hátíðinni. Svipur hennar á myndunum kann að bræða mörg hjörtu en óhætt er að segja að hún hafi krúttað yfir sig og algerlega stolið senunni.

Scott tróð upp á hátíðinni við góðar undirtektir viðstaddra. Hann hefur hvorki verið mjög virkur né mikið í sviðsljósinu eftir harmleikinn sem átti sér stað á Astroworld-tónlistarhátíðinni í nóvember á síðasta ári, þegar tíu manns létu lífið og hundruð slösuðust eftir að hafa troðist undir mannhafi af tónleikagestum. 

Þrátt fyrir að Billboard tónlistarhátíðin hafi verið sannkölluð fjölskylduskemmtun fyrir Stormi og foreldra hennar var litli bróðir, sem kom í heiminn í febrúar og hefur enn ekki verið opinberlega nefndur, hvergi sjáanlegur.

View this post on Instagram

A post shared by billboard (@billboard)mbl.is