Sá Bloom í föðurhlutverkinu og langaði að fjölga sér

Katy Perry og Orlando Bloom.
Katy Perry og Orlando Bloom. AFP

Tónlistarkonan Katy Perry segir að hana hafi ekki endilega dreymt um að verða móðir alla ævi en að þegar hún hafi séð kærastann sinn, leikarann Orlando Bloom, með syni sínum Flynn hafi hana langað til að fjölga sér með honum. 

Perry og Bloom eiga nú eina dóttur, hana Daisy sem verður tvegga ára í ágúst á þessu ári. 

„Aðdáendur mínir og vinir mínir, þeir hafa kallað mig mömmu því ég elska að huga um fólk. Ég finn gleði í því að hugsa um fólk. Ef aðrir skemmta sér, þá skemmti ég mér. En það var alltaf einhver aftenging,“ sagði Perry í hlaðvarpinu Dear Chelsea á dögunum. 

Perry og Bloom fundu hvort annað árið 2016 og þá átti Bloom soninn Flynn úr fyrra sambandi með fyrirsætunni Miröndu Kerr. Þegar hún sá hversu góður pabbi Bloom var breyttist allt. 

„Það hafði mikil áhrif á mig. Eitthvað innra með mér sagði: Þú ert komin á fertugsaldurinn, þessi maður er góður. Þú verður að fjölga þér,“ sagði Perry.

mbl.is