Missir stundum þolinmæðina

Cameron Diaz segist vera mannleg í móðurhlutverkinu.
Cameron Diaz segist vera mannleg í móðurhlutverkinu. AFP

Leikkonan Cameron Diaz segir að hún sé án efa mannleg í móðurhlutverkinu og eigi það til að missa þolinmæðina gagnvart dóttur sinni, Raddic. Diaz og eiginmaður hennar, Benji Madden, eignuðust sitt fyrsta barn fyrir tveimur árum. Diaz segir að það hafi verið besta ákvörðun lífs síns að verða móðir.

Í spjalli við Kelly Clarkson í The Kelly Clarkson Show á dögunum lýsti hún því hvernig hún eigi það til að missa sig, en að hún reyni að útskýra fyrir dóttur sinni að hún sé mannleg. 

„Mitt hlutverk sem foreldri er að hjálpa henni að finna orðin til að lýsa tilfinningum sínum, upplifun sinni og því sem hún er að ganga í gegnum, og hjálpa henni að skilja og komast í gegnum það,“ sagði Diaz. 

„En veistu hvað mér finnst líka mikilvægt, það er að biðjast afsökunar. Eins og ef ég tryllist, að biðjast afsökunar og segja: „Guð minn góður, mamma missti sig“ og „Ég ætlaði ekki að segja þetta við þig“,“ sagði Diaz.

mbl.is