Eignuðust aðra stúlku í leyni

Ed Sheeran er nú faðir tveggja stúlkna.
Ed Sheeran er nú faðir tveggja stúlkna. AFP

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran og eiginkona hans Cherry Seaborn eignuðust stúlku á dögunum. Þetta er annað barn þeirra hjóna og önnur stúlkan sem þau eignast. 

Sheeran greindi frá fæðingu dóttur sinnar á Instagram í gærkvöldi. „Langaði að láta ykkur vita að við eignuðumst aðra fallega stúlku. Við erum svo ástfangin af henni og finnst æðislegt að vera orðin fjögurra manna fjölskylda,“ skrifaði Sheeran á Instagram. 

Eldri dóttir þeirra hjóna fæddist í byrjun árs 2020.

View this post on Instagram

A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos)

mbl.is