Langar neglur flækjast ekki fyrir í bleiuskiptum

Cardi B er orðin meistari í að skipta um bleiur …
Cardi B er orðin meistari í að skipta um bleiur með langar neglur. Samsett mynd

Rapparinn Cardi B skartar ævinlega gríðarlega löngum gervinöglum og er þekkt fyrir að skipta reglulega um liti og skraut á nöglum sínum. Hefur hún ítrekað fengið spurningar um hvernig hún getur hugsað um börnin sín með löngu neglurnar og ákvað hún því að sýna myndband af því hvernig hún rúllar bleiuskiptum upp með nöglunum. 

Cardi B á tvö börn, þau Kulture og Wave, með eiginmanni sínum, rapparanum Offset.

„Treystið mér, þið munið læra þetta,“ skrifaði rapparinn við myndbandið og sagði að henni fyndist reyndar erfiðara að skipta á strákum en stelpum, en yngra barn hennar, Wave, er drengur. 

Cardi B notaði bangsa í sýningarmyndbandinu og fékk stóra systirin að fylgjast með. Hún skildi þó ekki alveg af hverju mamma var að skipta á bangsanum. Rapparinn virðist alveg vera komin með það upp á lagið að hugsa um ungabörn með langar neglur.

mbl.is