Var áhættusækinn sem lítill strákur

Tom Cruise byrjað ungur að stökkva á milli húsþaka.
Tom Cruise byrjað ungur að stökkva á milli húsþaka. AFP

Stórleikarinn Tom Cruise er þekktur fyrir að leika í myndum með áhættuatriðum. Snemma beygist krókurinn segir máltækið og það á svo sannarlega við í tilviki Cruise sem byrjaði að stökkva fram af húsþökum sem ungur piltur. 

„Ég átti dúkku þegar ég var fjögurra og hálfs árs, þú kastaðir henni upp í loft og þegar hún féll niður blés út fallhlíf. Ég lék mér með hana og kastaði henni niður úr tré. Ég sagði: „Mig langar að gera þetta.“ Ég man eftir því að hafa tekið rúmfötin af rúminu mínu, bundið hnút og klifraði upp á þak. Ég horfði niður á móður mína í eldhúsinu, hún átti fjöur börn, og hoppaði niður af þakinu,“ sagði Cruise nýlega í pallborðsumræðum að því kemur á vef People.

„Þetta var áhugavert,“ hugsaði litli Cruise með sér þegar hann lenti á blautu grasinu eftir harkalega lendingu. Þetta var í fyrsta sinn sem hann sá stjörnur í dagsljósi. Þegar hann stökk hélt hann að hann myndi deyja. Hann man einnig eftir því að hafa hugsað með sér að móðir sín ætti eftir að verða reið. Áhættuatriði Cruise hafa skánað töluvert frá því hann var lítill polli.

Tom Cruise.
Tom Cruise. AFP
mbl.is