Íhugar að fara í herraklippingu

Nick Cannon á von á sínu áttunda barni.
Nick Cannon á von á sínu áttunda barni. AFP

Tónlistarmaðurinn Nick Cannon á von á áttunda barninu bráðlega. Hann er ekki búinn að skipuleggja frekari barneignir og er að íhuga að fara í ófrjósemisaðgerð. Hann hefur nú þegar stigið fyrsta skrefið. 

Cannon segir að fjölskylda hans hafi tekið á sig form og fjölda sem hann sá ekki endilega fyrir. „Ég er búinn að ganga í gegnum svo margt, ég finn huggun, frið og tilgang hjá börnunum mínum,“ segir stjarnan á vef E!. 

„Ég er nú þegar búinn að fara í ráðgjöf vegna ófrjósemisaðgerðar,“ sagði Cannon sem ætlar ekki að halda áfram að fjölga mannkyninu. „En ég hlakka mikið til að hugsa um og elska börnin sem ég á nú þegar.“

Tónlistarmaðurinn á von á áttunda barninu á þessu ári með fyrirsætunni Brie Tiesi. Fyrir á hann tíu ára tví­bura með tónlistarkonunni Mariuh Carey. Þá á hann son­inn Gold­en sem er fimm ára, og eins árs gamla dótt­ur, Powerf­ul, með Britt­any Bell. Í júní eignaðist hann tví­bur­ana Zion og Zilli­on. Í fyrra eignaðist hann einnig son­inn Zen, sem var sjö­unda barn hans. Hann lést í des­em­ber síðastliðnum eftir veikindi. 

mbl.is