Gisele Bundchen fyrirsæta segist hafa alla tíð verið ákveðin í að fæða börn sín heima. Hún þurfti þó fyrst að sannfæra eiginmann sinn, Tom Brady, um ágæti þess.
„Ég man að hann var í fyrstu ekki hrifinn af hugmyndinni. Hann sagði þvert nei og að ég myndi deyja,“ segir Bundchen í viðtali við breska Vogue. Hún sannfærði Brady um að lesa sér til um heimafæðingar og horfa á myndbönd og loks samþykkti hann hugmyndina.
„Ég gerði honum það ljóst að þetta væri minn líkami og að ég ákvæði hvernig ég fæði börn mín,“ sagði Bundchen.