Davíð og Ástrós létu skíra soninn

Davíð og Ástrós eiga von á barni saman.
Davíð og Ástrós eiga von á barni saman. Skjáksot/Instagram

Ástrós Rut Sig­urðardótt­ir, fyrr­ver­andi formaður Krafts, og Davíð Örn Hjart­ar­son létu skíra son sinn um helgina. Drengurinn, sem kom í heiminn í apríl, fékk nafnið Erik Ben. 

„Dásamlegur dagur með okkar nánustu,“ skrifaði Ástrós á Instagram. „Litli monsinn var skírður við fallega athöfn heima á pallinum sem Davíð kláraði nokkrum klukkutímum áður.
Erum þreytt, sæl, sátt og virkilega þakklát fyrir vel heppnaðan dag enda hjálpuðu allir við að gera skírnardag Eriks Ben Davíðssonar yndislegan.“

Ástrós og Davíð eiga einnig saman soninn Eið Ben sem er rétt tæpu ári eldri en Erik Ben. Það virðist vera ákveðið nafnaþema hjá foreldrunum. 

Ástrós Rut, sem er með mik­inn fjölda fylgj­enda á sam­fé­lags­miðlum, hef­ur talað op­in­skátt um hvernig það er að vera ung ekkja. Hún missti eig­in­mann sinn Bjarka Má Sig­valda­son árið 2019 eft­ir langa bar­áttu við krabba­mein. Sam­an áttu þau dótt­ur­ina Emmu Rut. Davíð á einnig fyrir einn son. 

mbl.is