Íslandsvinkona ekki lengur Táningsmóðir

Kaitlyn Lowry er hætt í Teen Mom 2.
Kaitlyn Lowry er hætt í Teen Mom 2. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan og Íslandsvinkonan Kailyn Lowry ætlar að segja skilið við raunveruleikaþættina Teen Mom 2 eftir 11 ára veru. Lowry er svo sannarlega ekki lengur táningur, enda orðin þrítug. 

„Ég held ég þurfi að halda áfram með líf mitt. Gera mína eigin hluti. Ég held ég þurfi að fara að kveðja. Ég held ég sé tilbúin,“ sagði Lowry í þætti í vikunni. 

Lowry hóf feril sinn í raunveruleikaþáttunum 16 and Pregnant, þegar hún var ólétt að sínu fyrsta barni, þá 17 ára gömul. 

Seinna fór hún yfir í Teen Mom 2 og í þáttunum eignaðist hún soninn Lincoln með þáverandi eiginmanni sínum Javi Marroquin. Seinna átti hún svo synina Lux og Creed með þáverandi kærasta sínum Chris Lopez. 

Lowry hefur komið hingað til Íslands en hún heimsótti landið yfir hávetur og festist meðal annars í snjó.

mbl.is