Jódís á von á fimmta barninu

Jódís Skúladóttir flutti ræðu á Alþingi í tilefni dagsins.
Jódís Skúladóttir flutti ræðu á Alþingi í tilefni dagsins.

Alþingiskonan Jódís Skúladóttir á von á sínu fimmta barni seinna á þessu ári. Jódís er þingkona Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi. Jódís greindi frá gleðitíðindunum á Facebook í vikunni.

„Lífið er svo mikið ævintýri og stundum fullt af vonbrigðum en stundum fullt af ást. Hjarta fimma móður sinnar er á leiðinni í lok nóvember. Langt ferðalag sem hefur tekið á sig ýmsar myndir og óvæntar u-beyjur en minn einlægasti draumur er að rætast,“ skrifar Jódís á Facebook. 

Barnavefur mbl.is óskar Jódísi til hamingju. 

mbl.is