Krefjandi en var svo sannarlega ekki ein

Íris Dögg Kristmundsdóttir flytur inn leikföng nú þegar börnin eru …
Íris Dögg Kristmundsdóttir flytur inn leikföng nú þegar börnin eru orðin stærri. Hér er hún á góðri stund með börnunum og eiginmanni sínum. Ljósmynd/Aðsend

Verk­fræðing­ur­inn Íris Dögg Krist­munds­dótt­ir á tvo ung­linga með eig­in­manni sín­um, Björg­vini A. Guðbjarts­syni. Fjöl­skyld­an flutti til Dan­merk­ur þegar börn­in voru ung og þar fann Íris að úr­val barna­leik­fanga var tölu­vert meira en hér heima. Hún lét ný­lega gaml­an draum ræt­ast og stofnaði net­versl­un­ina Leik­sjopp­una með vin­konu sinni, Margréti Eddu Ragnarsdóttur, sem einnig mik­il áhuga­kona um barna­leik­föng.

Íris seg­ir að það hafi verið ólýs­an­leg til­finn­ing að verða móðir fyr­ir 18 árum. „Ég trúði ekki að það væri hægt að elska svona mikið, til­finn­ing sem ég fann fyrst þegar ég hélt á frumb­urðinum, dótt­ur minni, í fang­inu í fyrsta skipti. Inn­an við tveim­ur árum síðar voru þau orðin tvö og magnað að upp­lifa svona mikla ást í annað sinn. En svona að öðru leyti þá breytt­ist lífið auðvitað á þann veg að allt í einu var maður kom­in með ein­stak­linga sem treystu 100% á að maður væri alltaf til staðar. Í mínu til­viki var það ekki erfitt – held ég hafi verið fædd til þess að sjá um aðra,“ seg­ir Íris.

Íris var kom­in með tvö börn aðeins 25 ára en seg­ist ekki hafa upp­lifað sig sem unga móður eða of­ur­konu.

„Ég upp­lifði mig aldrei sem unga móður á þeim tíma. Mér fannst ég svo sann­ar­lega til­bú­in í þetta hlut­verk og fannst þetta í raun bara vera rök­rétt ákvörðun að byrja að stofna fjöl­skyldu eft­ir BS nám í verk­fræði. Ég hafði ein­hvern veg­inn alltaf séð fyr­ir mér að eiga börn­in mín frek­ar snemma á lífs­leiðinni – fá tæki­færi til þess, ef guð lof­ar, að fylgja þeim lengi, lengi í gegn­um lífið. Ég á sjálf mjög unga for­eldra en þau voru 17 og 19 ára þegar þau áttu mig.“

„Ég upp­lifi aldrei eins og ég hafi verið eitt­hvað sér­stak­lega dug­leg þegar ég hugsa til baka. Þetta var vissu­lega krefj­andi verk­efni en ég var svo sann­ar­lega ekki ein. Maður­inn minn stóð mjög þétt við bakið á mér þegar ég var í námi. Við höf­um alltaf unnið vel sam­an, skipt­um með okk­ur verk­um og tekið á okk­ur meiri ábyrgð og verk­efni ef mikið var í gangi hjá hinum aðilan­um. Þannig að nei, að hafa farið þessa leið – ég hafði alltaf ein­sett mér að mennta mig vel til þess að búa börn­un­um mín­um gott heim­ili og þetta voru bara verk­efni sem þurfti að sinna,“ seg­ir Íris.

Íris ákvað að eignast börn eftir grunnnám í háskóla.
Íris ákvað að eignast börn eftir grunnnám í háskóla. Ljósmynd/Aðsend

„En ég upp­lifði hins veg­ar að þegar ég fór út í masters­námið mitt í verk­fræði í Dan­mörku þá 26 ára með tvö lít­il börn að þá fannst sam­nem­end­um mín­um ég vera ein­hver of­ur­kona. Dan­ir voru tölu­vert seinni að eiga börn en við Íslend­ing­ar á þess­um tíma og var ég því eini nem­andinn á minni braut sem átti börn. Þeim fannst ég því hálf óraun­veru­leg, að vera gift, í fullu námi og með tvö lít­il börn. Enda vildi eng­in vera með mér í verk­efna­hóp þegar ég byrjaði í nám­inu þar sem þau héldu öll að ég myndi ekki geta lagt neitt til vegna mik­illa anna heima fyr­ir. Ég var ekki lengi að sýna þeim að svo væri ekki,“ seg­ir Íris og hlær.

Hjónin vinna mjög vel saman og styðja hvort annað.
Hjónin vinna mjög vel saman og styðja hvort annað. Ljósmynd/Aðsend

Maður hætt­ir ekki að vera móðir

Nú eru börn Íris­ar orðin 18 og 16 ára og þarf­ir þeirra breyst tölu­vert. Að sama skapi breyt­ist hlut­verk for­eldr­anna og seg­ir Íris að hún hafði öðlast ákveðið frelsi. Íris tók til dæm­is upp á því að bæta við sig vinnu og stofnaði vef­versl­unina Leik­sjopp­una með Margréti.

„Ég er reynd­ar svo svaka­lega lán­söm að við fjöl­skyld­an erum mjög náin og þrátt fyr­ir að börn­in séu kom­in á þenn­an ald­ur þá eyðum við mjög mikl­um tíma sam­an. En vissu­lega eiga þau sitt líf líka, eru í skóla, vinnu og þess hátt­ar þannig að þá skap­ast rými í eitt­hvað annað. Við vin­kon­urn­ar og eig­end­ur Leik­sjopp­unn­ar erum báðar með hálf upp­kom­in börn og njót­um þess því að brasa eitt­hvað svona sam­an í okk­ar frí­tíma. En vissu­lega hætt­ir maður ekk­ert að vera móðir og það get­ur líka verið krefj­andi að vera ung­linga­móðir. Koma bara upp öðru­vísi mál sem maður þarf sinna.“

Hvernig breyt­ast fjöl­skyd­u­stund­irn­ar þegar börn­in verða eldri?

„Eins og í okk­ar til­viki þá verða börn­in meiri þátt­tak­end­ur í dag­legu lífi. Eins og áður seg­ir erum við mjög sam­rýnd og við reyn­um að eiga mjög upp­byggi­leg og hrein­skipt­in sam­skipti við okk­ar börn. Við tök­um ákv­arðanir sem fjöl­skylda og vilj­um að þau séu meðvituð um það sem er í gangi hverju sinni. Við eyðum mikl­um tíma sam­an, ferðumst, spil­um, horf­um á skemmti­lega þætti og leik­um okk­ur líka, för­um í lazertag, rennum okk­ur á sleða og svo fram­veg­is. Það er svo mik­il­vægt að gleyma ekki leikn­um í amstri dags­ins, það er nauðsyn­legt að hlæja og hafa gam­an - rækta barnið í sér.“

Íris Dögg með börnunum á góðri stundu.
Íris Dögg með börnunum á góðri stundu. Ljósmynd/Aðsend

Hvað finnst þér mik­il­vægt að kenna ung­ling­un­um þínum?

„Þú upp­skerð eins og þú sáir. Fyrst og fremst að bera virðingu fyr­ir sjálf­um sér og öðrum. Vera góð og heiðarleg mann­eskja. Að vera metnaðarfull­ur og sinna námi og sjálf­um sér vel, tóm­stund­um, íþrótt­um og svo fram­veg­is. Að hafa trú á sjálf­um sér og að eng­ir draum­ar séu of stór­ir. Það er í lagi að mistak­ast, þú lær­ir ekki öðru­vísi.

Ég hef reynt að vera fyr­ir­mynd fyr­ir mín börn. Að vera dug­leg og að skapa mína eig­in veg­ferð – það ger­ir það eng­inn fyr­ir mann. Og ef þig lang­ar eitt­hvað – stefndu að því, láttu á það reyna.“

Er flókið að vera ung­ling­ur í dag?

„Ég held að það sé mjög flókið og í raun miklu flókn­ara en þegar ég var ung­ling­ur. Börn eru svo vel upp­lýst í dag en því miður ekki alltaf rétt upp­lýst. Það er hægt að leyta sér alls kyns upp­lýs­inga á net­inu og því miður hafa þau ekki alltaf þrosk­ann í að sigta út hvað er rétt og hvað er rangt. Sam­fé­lags­miðlar eru vara­sam­ir en ég vil alls ekki segja að það sé allt slæmt við þessa þróun.

Mér finnst margir for­eldr­ar því miður vera alltof lin­ir þegar kem­ur að síma­notk­un barna sinna. Hleypa þeim alltof snemma á sam­fé­lags­miðla og svo er eft­ir­fylgnin kannski lít­il. Þau þurfa að hafa þroska og skiln­ing og eins þarf að kenna þeim að um­gang­ast þetta.“

Hvetja börn í leik

Írisi og vin­kona henn­ar voru bún­ar að ræða það lengi að fara í inn­flutn­ing sam­an. „Okk­ur fannst vera gat í markaði þegar kem­ur að leik­föng­um fyr­ir börn og ung­linga og fór­um á stúf­ana. Í raun má segja að börn­in okk­ar hafi líka hnippt í okk­ur og byrjað að tala um ým­is­leg leik­föng sem ekki fást hér heima en eru til er­lend­is. Við dutt­um svo niður á frá­bær þroska­leik­föng frá banda­ríska leik­fanga­fram­leiðand­an­um Fat Brain Toys og heilluðumst af þeim. Við byrjuðum að flytja þau inn og fljót­lega bætt­ust við batte­rís drif­in baðleik­föng frá leik­fanga­fram­leiðand­an­um Yookidoo.“

Þegar þær voru með ung börn fundu þær fyr­ir að það vantaði fjöl­breytt­ara úr­val af bæði vönduðum þroska­leik­föng­um og skemmti­leg­um baðleik­föng­um hér heima. „Við bjugg­um báðar er­lend­is á tíma­bili þegar börn­in okk­ar voru ung, önn­ur í Dan­mörku og hin í Banda­ríkj­un­um, þar sem úr­valið var tölu­vert betra þannig að við fund­um fljótt þegar heim var komið að það var ým­is­legt sem vantaði,“ seg­ir Íris.

Margrét og Íris eru vinkonur sem vinna saman.
Margrét og Íris eru vinkonur sem vinna saman. Ljósmynd/Aðsend

Vin­kon­urn­ar Íris og Margrét leggja áherslu á vönduð leik­föng í Leik­sjopp­unni. „Við vilj­um fyrst og fremst að þetta séu vönduð leik­föng sem geta gengið á milli kyn­slóða. Að leik­föng­in styðji við þroska barna, séu viður­kennd og hafi jafn­vel hlotið verðlaun eða viður­kenn­ingu á sín­um markaði. Að börn vilji leika við þau. Lit­rík og fal­leg leik­föng. Eitt af því sem vakti sér­stak­lega áhuga okk­ar hjá Fat Brain Toys er að þeir eru með sér­stak­an flokk leik­fanga sem hef­ur reynst for­eldr­um og um­mönn­un­araðilum barna með ein­hverfu og ADHD mjög vel. Hug­sjón okk­ur er líka að hvetja börn meira í leik nú þegar skjánotk­un ungra barna fer vax­andi,“ seg­ir Íris.

mbl.is