Lúðvík prins líkaði ekki lætin

Loðvík prins sætti sig ekki við lætin úr herþotunum sem …
Loðvík prins sætti sig ekki við lætin úr herþotunum sem flugu yfir til heiðurs drottningarinnar. AFP

Lúðvík prins stal senunni á svölunum þegar hann hélt fyrir eyrun er þotur breska flughersins flugu yfir til heiðurs 70 ára valdaafmælis drottningarinnar.

Lúðvík sem er fjögurra ára líkaði ekki hávaðinn og var óhræddur við að láta óánægju sína í ljós. Eldri systkini hans Georg og Karlotta nutu sín hins vegar vel og brostu breitt.

Hefð er fyrir því að konungsfjölskyldan safnist saman á svölum hallarinnar þegar haldið er upp á valdaafmæli drottningar.

Loðvík var síður en svo ánægður á meðan eldri systkinin …
Loðvík var síður en svo ánægður á meðan eldri systkinin brostu breitt. AFP
Eldri kynslóðin lét sér fátt um finnast og brostu sínu …
Eldri kynslóðin lét sér fátt um finnast og brostu sínu breiðasta. Allir virtust skemmta sér vel nema Loðvík litli. AFP
Loðvík prins sló í gegn á konunglegu svölunum og bræddi …
Loðvík prins sló í gegn á konunglegu svölunum og bræddi hjörtu viðstaddra. Líklegt þykir að hann sé þarna að fá tiltal frá móður sinni fyrir að gretta sig. AFP
Herþoturnar flugu til heiðurs 70 ára valdaafmælis drottningar.
Herþoturnar flugu til heiðurs 70 ára valdaafmælis drottningar. AFP
Mikið sjónarspil blasti við Lúndúnarbúum í tilefni af drottningarafmælinu.
Mikið sjónarspil blasti við Lúndúnarbúum í tilefni af drottningarafmælinu. AFP
Fánalitirnir settu svip sinn á daginn.
Fánalitirnir settu svip sinn á daginn. AFP
Drottningin virtist spræk og hafa gaman af.
Drottningin virtist spræk og hafa gaman af. AFP
Systkinin sýndu allar sínar bestu hliðar.
Systkinin sýndu allar sínar bestu hliðar. AFP
Mikil og ströng dagsskrá getur reynt á lítil börn.
Mikil og ströng dagsskrá getur reynt á lítil börn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert